20/10/2015

Ég var búin að lofa því fyrir löngu að setja hér inn leiðbeiningar um þessa sætu hundaköku sem ég gerði fyrir eins árs afmæli hjá litlu frænku minni. Ég var ekki byrjuð að blogga þegar ég gerði kökuna og á því miður ekki til margar myndir af vinnuferlinu en ég mun gera mitt besta í að útskýra ferlið með orðum og þeim myndum sem til eru. 

Það sem þarf í hundinn er súkkulaðikaka eða önnur kaka, smjörkrem og slatti af sykurmassa....

30/03/2015

Í gær fermdist litla frænka mín. Ég gerði fína köku á veisluborðið hennar :) 

Þemað í veislunni var bleikt. 

Thelma Dröfn er falleg og góð stelpa með sítt, ljóst hár. Ég gerði stelpu úr sykurmassa í hennar anda, ásamt teppi og Biblíu. Annað er smjörkrem.

Aftur til hamingju með daginn þinn Thelma mín :)

28/02/2015

Ég fékk þann heiður að gera Frozen afmælisköku fyrir litla þriggja ára dömu um daginn. Verkefnið var ekki auðvelt því hún óskaði sérstaklega eftir að fá báðar systurnar, Elsu og Önnu. Það getur verið vandasamt að búa til kökur með svona þekktum persónum, drengirnir mínir hika til dæmis ekki við að setja út á ofurhetjurnar hjá mér ef þær eru ekki alveg nákvæmlega eins og kallarnir þeirra :)  

Þegar ég hef gert svona þekktar persónur hef ég oftast n...

20/01/2015

Síðastliðna helgi varð elsti prinsinn okkar hvorki meira né minna en 6 ára gamall. Það sem tíminn líður hratt, úfffh.          

Afmælisbarnið úthlutaði mér því verkefni að búa til Harry Potter köku. Ég var fyrst ósköp fegin að þurfa ekki að halda upp á enn eitt ofurhetjuafmælið en hefði betur sleppt að fagna snemma.

Það ríkir smá Harry Potter æði á heimilinu þessa dagana, við vorum nefnilega að klára að lesa fyrstu bókina saman...

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð
Kakan mín á veraldarvefnum
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle