17/01/2017

Frumburðurinn minn á 8 ára afmæli í dag, hjálpi mér heilagur hvað tíminn líður hratt!
 


Afmæliskökurnar hans síðustu 7 ár hafa verið fjölbreyttar, litríkar og skemmtilegar :) 

1 árs 

Við héldum upp á eins árs afmælið með góðum vinum í Bandaríkjunum. 

2 ára 

Þegar Jökull var tveggja ára vorum við nýflutt til Íslands og þá fékk pjakkurinn hvorki meira né minna en þrjár afmælisveislur og miðjan þá aðeins 4 mánaða gamall :/ 

3 ára  

Þessi bók var lesin í t...

22/12/2015

Ég var að fara yfir uppskriftina af möndlukökunni sem ég var með á forsíðu kökublaðs Vikunnar og sá að í henni eru villur! Hér kemur uppskriftin eins og hún á að vera!  

Smá tips áður en þið byrjið: Það má vel gera botnana nokkrum dögum áður og stinga þeim inn í frystinn. Smjörkremið má líka gera áður, gott er þá að geyma það í kæli og þeyta það síðan vel áður en það er sett á kökuna.
Eins má spara sér tíma og nota góða sultu í staðin fy...

12/11/2015

Bróðurdætur mínar héldu upp á afmælin sín síðustu helgi, sú eldri varð þriggja ára og sú yngri eins árs. Þær bræða öll hjörtu og mér þykir óendanlega mikið vænt um þær. 

Þrátt fyrir mikið annríki síðustu vikur þá tókst mér að búa til smá tíma til að gera afmælisköku fyrir þær. Mér finnst mjög gaman að fá stundum að gera "stelpulegri" afmæliskökur þar sem strákarnir mínir biðja alltaf um ofurhetjukökur. 
Ég vildi þó að ég hefði haft...

12/10/2015

Mitt allra mesta uppáhald er að gera skírnartertur! 
Ég fæ þá oftast að njóta mín vel með sprautupokann í allskonar dúlleríisvinnu en auk þess finnst mér þessar kökur vera persónulegustu kökurnar og því gaman að gera hverja og eina alveg einstaka. 


Þessa krúttlegu köku gerði ég um helgina :)

Barnið er gert úr marsipani og handmálað með matarlit.
Það er gott á bragðið en það eru ekki margir sem vilja bíta í það :D

Það var hann Hilmir Blær...

09/07/2015

Eftir langa pásu var kominn tími á að gera eina tertu! 
Tertan var fyrir eins árs gamla snót og óskin var að hafa maríubjöllu á kökunni.
Það sem ég elska hvað mest við kökugerð er að hanna terturnar, sjá þær fyrir mér í huganum og jafnvel teikna þær upp á blað. Stundum veit ég strax hvað ég vil gera en oft er ég marga daga með köku í kollinum. Ég nenni aldrei að gera tvær kökur eins og ég hætti aldrei fyrr en ég er fullkomlega sátt....

30/03/2015

Í gær fermdist litla frænka mín. Ég gerði fína köku á veisluborðið hennar :) 

Þemað í veislunni var bleikt. 

Thelma Dröfn er falleg og góð stelpa með sítt, ljóst hár. Ég gerði stelpu úr sykurmassa í hennar anda, ásamt teppi og Biblíu. Annað er smjörkrem.

Aftur til hamingju með daginn þinn Thelma mín :)

03/02/2015

Minn heittelskaði á afmæli í dag :)
Hann fékk köku með sér í vinnuna til að bjóða samstarfsfólki sínu upp á. 


Kakan er öll sprautuð með Ateco stút númer 363. 

29/12/2014

Ég smakkaði alveg svakalega góða köku hjá vinkonu minni um daginn. Þetta er súkkulaðikaka með marengsmús, passion- og kókossultu og smjörkremi með hvtíu súkkulaði. Þetta er algjör himnasæla sem ég fékk góðfúslegt leyfi til að deila með ykkur :) 
 

Ég hef alltaf borið fram köku eftir eftirréttinn á áramótunum, köku sem hægt er að snæða til dæmis yfir Áramótaskaupinu. Í ár er ég að hugsa um að gera þessa bombu. Þessi kaka er reyndar það mikið sælgæt...

24/12/2014

Ég sendi mínar allra bestu óskir um gleðileg jól. Hafið það sem allra best yfir þessa dásamlegu hátíð :)

Jólakakan þetta árið. Möndlukaka með hvítu smjörkremi.
Kreminu er dreift á kökuna með spatúlu/pönnukökuspaða (færa spaðann fram og aftur, hingað og þangað). Trén er svo sprautuð með stjörnustúti (t.d #21 frá Wilton) og rauðar kúlur með hringlagastúti (#3, #4, #5 eða #6). Í lokin dreifði ég ætanlegu glitri yfir alla kökuna og voila! 

Kærle...

22/12/2014

Hér er hugmynd að skemmtilegri köku til að taka með í jólaboðið :)

- Bakið uppáhaldskökuna ykkar, súkkulaðiköku eða hvíta köku og setjið krem eða aðra fyllingu á milli botnanna.


 

- Hyljið kökuna með hvítu smjörkremi.

- Litið smávegis af smjörkreminu svart fyrir augu og munn, appelsínugult fyrir nef og veljið svo hvaða lit sem er fyrir húfu. 

- Fyrir munninn og augun er gott að nota stút númer 2 eða 3 (Wilton númer) og fyrir nefið stút númer 4, 5 eða...

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð