22/12/2016

Jæja hér kemur samantekt yfir jólatoppatilraunir 2016 og ein bónus uppskrift í lokin sem heppnaðist ótrúlega vel og hefur fengið góðar viðtökur hjá þeim sem hafa smakkað :) 

Klikkið á myndirnar til að fá uppskriftir. 


Fyrsta tilraun: Hindberjatoppar með sterkum djúpum

Þeir heppnuðust ótrúlega vel, hindber og lakkrís passar svo skemmtilega vel saman.
Ég ákvað að nota hvítan sykur í þessa til að leyfa hindberjabragðinu að njóta sín. 

 

Önnur og þri...

22/11/2016

Jólatoppar með sterkum Djúpum. Hættulega góðir.

15/11/2016

Mínar uppáhalds-jólasmákökur eru lakkrístoppar (fyrir utan gamla góða hálfmánann sem er aðallega uppáhalds nostalgíunar vegna).
Mitt uppáhaldsnammi eru sterkar Djúpur. 

Hvað er þá annað í stöðunni en að henda sér í smá tilraunarstarfsemi og blanda þessum tveimur góðgætum saman í hina fullkomnu blöndu :)
Áður en ég prófa að gera hina basic lakkrístoppauppskrift langar mig til að prófa eitthvað meira nýtt og spennandi.

 

Ég ætla að leyfa...

03/07/2016

Ertu eftir að redda eftirrétt fyrir kvöldið? 

Brunaðu út í búð, keyptu hvítan marens, rjóma, bláber og jarðaber og málinu er reddað ;) 

 

Áfram Ísland!!! 


 

25/11/2015

Kökubæklingur Nóa Síríus kemur alltaf út fyrir jólin, ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að sá fyrsti hafi komið út fyrir jólin 1994 og eru því bæklingarnir væntanlega orðnir 21 talsins. Bæklingurinn varð strax mjög vinsæll meðal bakstursáhugafólks og er hann orðinn hluti af jólahefð á mörgum íslenskum heimilum. 

Ég er sjálf alltaf mjög spennt yfir þessum kökubæklingi. Ég er spennt að sjá hvernig hann muni líta út og svo að sjálfsö...

09/10/2015

Skittleskakan var kannski vinsælasta kakan í afmælinu um síðustu helgi en það var þó einróma álit veislugesta að þessi marengsterta hafi verið sú besta :)
 

Ég fer sjaldan eftir uppskriftum frá A-Ö og sérstaklega ekki þegar um marengstertur er að ræða. Ég á það til að bæta einhverju við uppskriftir eða taka út, allt eftir því hvað mér finnst passa saman og hvað mér þykir vera gott eða vont.

Marengsterta með ferskum berjum

Marengs

4 e...

09/01/2015

Eftir miklar pælingar endaði ég á að gera litlar pavlovur í eftirrétt á gamlárs. Þetta var kannski ekkert svo sniðug ákvörðun hjá mér því það hvílir marengs bölvun á mér. Eins og mér finnst marengstertur góðar þá er ég ekkert alltof örugg með að búa þær til. Það tók þrjár tilraunir að gera pavlovurnar um áramótin. Ég var við það að gefast upp eftir tilraun númer tvö og sendi því manninn minn út í búð á síðustu stundu til að kaupa ís. Þegar að han...

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð
Kakan mín á veraldarvefnum
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle