02/09/2017

Föndurverslunin Panduro hefur nú opnað á Íslandi. Ég fékk boð um að taka þátt á opnunardeginum sem var síðastliðinn fimmtudag í Smáralind. Panduro er leiðandi fyrirtæki á sviði föndurs og hannyrða í Evrópu og rekur 114 verslanir í sex löndum. Þetta er algjör draumaverslun fyrir alla föndrara því þar má finna allt sem þarf til föndurgerða. 

Þar sem mitt áhugasvið liggur í kökuskreytingunum gefur það auga leið að það er mín uppáhalds-...

19/07/2016

Ég ákvað að taka saman nokkur auðveld skref um hvernig gott sé að stafla köku og búa til margra hæða veislutertu, því þessi fyrirspurn poppar upp öðru hverju. Vonandi getið þið nýtt ykkur þetta ef þið hafið ekki prófað og ég hvet ykkur til að vaða í verkið ;)


1.  Persónulega finnst mér best að hafa alla botnana tilbúna áður en ég set kökurnar mínar saman, þ.e búin að jafna þá alla út, fylla þá og setja á þá smjörkrem (eða/og sykurmass...

03/03/2016

Þessi video eru bara alltof geggjuð til að deila þeim ekki. Ég hef ekki tölu á því hvesu oft ég hef horft á þau og ég er alltaf jafn undrandi yfir þessum meistaraverkum. 

Hér er verið að vinna með "stabíliseraðan" þeyttan rjóma og er tæknin kölluð clay art, en hugmyndin er að nota rjómann og snúningsbrettið til að líkja eftir keramikgerð. 
Það er kokkaskóli í Malasíu sem sérhæfir sig í þessari list og ef þið hafið eins gaman...

06/05/2015

Hér er hægt að sjá sniðugt video frá Wilton sem sýnir hvernig hægt er að nota stút númer 104 á nokkra vegu :)

 

27/03/2015

Mig langar til að benda ykkur á alveg frábæra síðu: craftsy.com.

Á síðunni er hægt að taka námskeið í nánast hvaða "föndri" sem er, allt frá prjóni, ljósmyndun, teikningu, skartgripagerð og jafnvel garðyrkju. Það sem mér finnst að sjálfsögðu áhugaverðast og vildi sérstaklega benda ykkur á eru námskeiðin í kökuskreytingum og bakstri.

Það koma um 4 til 6 ný námskeið inn á síðuna í hverjum mánuði og kostar hvert námskeið í kringum 20-50 dollara. En...

28/02/2015

Ég fékk þann heiður að gera Frozen afmælisköku fyrir litla þriggja ára dömu um daginn. Verkefnið var ekki auðvelt því hún óskaði sérstaklega eftir að fá báðar systurnar, Elsu og Önnu. Það getur verið vandasamt að búa til kökur með svona þekktum persónum, drengirnir mínir hika til dæmis ekki við að setja út á ofurhetjurnar hjá mér ef þær eru ekki alveg nákvæmlega eins og kallarnir þeirra :)  

Þegar ég hef gert svona þekktar persónur hef ég oftast n...

03/02/2015

Minn heittelskaði á afmæli í dag :)
Hann fékk köku með sér í vinnuna til að bjóða samstarfsfólki sínu upp á. 


Kakan er öll sprautuð með Ateco stút númer 363. 

20/01/2015

Síðastliðna helgi varð elsti prinsinn okkar hvorki meira né minna en 6 ára gamall. Það sem tíminn líður hratt, úfffh.          

Afmælisbarnið úthlutaði mér því verkefni að búa til Harry Potter köku. Ég var fyrst ósköp fegin að þurfa ekki að halda upp á enn eitt ofurhetjuafmælið en hefði betur sleppt að fagna snemma.

Það ríkir smá Harry Potter æði á heimilinu þessa dagana, við vorum nefnilega að klára að lesa fyrstu bókina saman...

22/12/2014

Hér er hugmynd að skemmtilegri köku til að taka með í jólaboðið :)

- Bakið uppáhaldskökuna ykkar, súkkulaðiköku eða hvíta köku og setjið krem eða aðra fyllingu á milli botnanna.


 

- Hyljið kökuna með hvítu smjörkremi.

- Litið smávegis af smjörkreminu svart fyrir augu og munn, appelsínugult fyrir nef og veljið svo hvaða lit sem er fyrir húfu. 

- Fyrir munninn og augun er gott að nota stút númer 2 eða 3 (Wilton númer) og fyrir nefið stút númer 4, 5 eða...

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð