Þar sem að jólin nálgast óðum langar mig til að deila með ykkur fleiri uppskriftum af smákökum. Jólasmákökugerð er ansi stór partur af jólaundirbúningi á mörgum heimilum og flestir eiga sína uppáhalds smáköku sem er bökuð ár eftir ár.Þegar ég var barn var vaninn að baka vanilluhringi, loftkökur og hálfmána en þeir eru, enn þann dag í dag, uppáhalds jólasmákökurnar mínar.
Lakkrístoppar eru líklega vinsælasta smákakan í dag og eru þeir nú bakaðir á...