22/12/2016

Jæja hér kemur samantekt yfir jólatoppatilraunir 2016 og ein bónus uppskrift í lokin sem heppnaðist ótrúlega vel og hefur fengið góðar viðtökur hjá þeim sem hafa smakkað :) 

Klikkið á myndirnar til að fá uppskriftir. 


Fyrsta tilraun: Hindberjatoppar með sterkum djúpum

Þeir heppnuðust ótrúlega vel, hindber og lakkrís passar svo skemmtilega vel saman.
Ég ákvað að nota hvítan sykur í þessa til að leyfa hindberjabragðinu að njóta sín. 

 

Önnur og þri...

14/12/2016

Í gær skellti ég mér aftur í jólatoppatilraunir og útkoman var guðdómleg! 

Ég ætlaði nú bara að prófa eina týpu en endaði á að gera tvær tvöfaldar ;) 

En hér kemur síðasta sterku-Djúpu-jólatoppatilraunin í ár og síðar í vikunni gef ég ykkur nýja æðislega lakkríslausa jólatoppa. Hvernig líst ykkur á það??? :D

Mig langaði til að enda þetta tilraunaferli á einni extra auðveldri og fljótlegri uppskrift sem allir nenna að henda í. Það er kannski...

09/12/2016

Synir mínir hafa svolítið verið að láta mig heyra það upp á síðkastið. Þeir eru ekki alveg nógu sáttir við allar þessar lakkrískökur sem ég er að gera þar sem þeir borða ekki lakkrís. 

Ég fór því í aðra tilraunagerð og bjó til marengstoppa með karamellu, súkkulaði og salthnetum.

Topparnir komu ágætlega út og allir voru ánægðir með þá..... NEMA ÉG.
Þeir voru ekki alveg eins og ég vildi hafa þá þannig að ég ætla að bíða aðeins með að gefa ykkur upp...

22/11/2016

Jólatoppar með sterkum Djúpum. Hættulega góðir.

15/11/2016

Mínar uppáhalds-jólasmákökur eru lakkrístoppar (fyrir utan gamla góða hálfmánann sem er aðallega uppáhalds nostalgíunar vegna).
Mitt uppáhaldsnammi eru sterkar Djúpur. 

Hvað er þá annað í stöðunni en að henda sér í smá tilraunarstarfsemi og blanda þessum tveimur góðgætum saman í hina fullkomnu blöndu :)
Áður en ég prófa að gera hina basic lakkrístoppauppskrift langar mig til að prófa eitthvað meira nýtt og spennandi.

 

Ég ætla að leyfa...

18/12/2014

Þar sem að jólin nálgast óðum langar mig til að deila með ykkur fleiri uppskriftum af smákökum. Jólasmákökugerð er ansi stór partur af jólaundirbúningi á mörgum heimilum og flestir eiga sína uppáhalds smáköku sem er bökuð ár eftir ár.Þegar ég var barn var vaninn að baka vanilluhringi, loftkökur og hálfmána en þeir eru, enn þann dag í dag, uppáhalds jólasmákökurnar mínar.

Lakkrístoppar eru líklega vinsælasta smákakan í dag og eru þeir nú bakaðir á...

16/12/2014

Það er fátt meira kósý en að vera inni að baka í svona veðri. Hér eru virkilega góðar og einfaldar smákökur sem ég bakaði ásamt drengjunum mínum um daginn. Tekur bara ca. 20-30 mínútur :)

       

Uppskrift

227 gr (1bolli) ósaltað smjör, mjúkt

267 gr (1 og 1/3 bolli) sykur

2 tsk vanilludropar

375 gr (3 bollar) hveiti

2 tsk cream of tartar*

1 tsk bökunarsódi

2 og 1/2 tsk kanill

1/2 tsk salt


Annað

50 gr sykur

1 tsk kanill

  1. Byrjið á því að hit...

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð
Kakan mín á veraldarvefnum
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle