14/12/2016

Í gær skellti ég mér aftur í jólatoppatilraunir og útkoman var guðdómleg! 

Ég ætlaði nú bara að prófa eina týpu en endaði á að gera tvær tvöfaldar ;) 

En hér kemur síðasta sterku-Djúpu-jólatoppatilraunin í ár og síðar í vikunni gef ég ykkur nýja æðislega lakkríslausa jólatoppa. Hvernig líst ykkur á það??? :D

Mig langaði til að enda þetta tilraunaferli á einni extra auðveldri og fljótlegri uppskrift sem allir nenna að henda í. Það er kannski...

09/12/2016

Synir mínir hafa svolítið verið að láta mig heyra það upp á síðkastið. Þeir eru ekki alveg nógu sáttir við allar þessar lakkrískökur sem ég er að gera þar sem þeir borða ekki lakkrís. 

Ég fór því í aðra tilraunagerð og bjó til marengstoppa með karamellu, súkkulaði og salthnetum.

Topparnir komu ágætlega út og allir voru ánægðir með þá..... NEMA ÉG.
Þeir voru ekki alveg eins og ég vildi hafa þá þannig að ég ætla að bíða aðeins með að gefa ykkur upp...

27/11/2016

Kökublað Vikunnar er komið út! 
Eins og alltaf er það stútfullt af girnilegum uppskriftum og skemmtilegum viðtölum. 
Ég mæli með að þið drífið í því að ná ykkur í eintak áður en það klárast úr hillunum.

Ég var svo heppin að fá að taka þátt í blaðinu í fyrra og var að rifja upp þá ævintýralegu myndatöku sem fór fram en það hefur líklega verið ein mest krefjandi myndataka sem greyið ljósmyndarinn hefur þurft að fara í :D 
Ákveðið...

22/12/2015

Ég var að fara yfir uppskriftina af möndlukökunni sem ég var með á forsíðu kökublaðs Vikunnar og sá að í henni eru villur! Hér kemur uppskriftin eins og hún á að vera!  

Smá tips áður en þið byrjið: Það má vel gera botnana nokkrum dögum áður og stinga þeim inn í frystinn. Smjörkremið má líka gera áður, gott er þá að geyma það í kæli og þeyta það síðan vel áður en það er sett á kökuna.
Eins má spara sér tíma og nota góða sultu í staðin fy...

25/11/2015

Kökubæklingur Nóa Síríus kemur alltaf út fyrir jólin, ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að sá fyrsti hafi komið út fyrir jólin 1994 og eru því bæklingarnir væntanlega orðnir 21 talsins. Bæklingurinn varð strax mjög vinsæll meðal bakstursáhugafólks og er hann orðinn hluti af jólahefð á mörgum íslenskum heimilum. 

Ég er sjálf alltaf mjög spennt yfir þessum kökubæklingi. Ég er spennt að sjá hvernig hann muni líta út og svo að sjálfsö...

09/01/2015

Eftir miklar pælingar endaði ég á að gera litlar pavlovur í eftirrétt á gamlárs. Þetta var kannski ekkert svo sniðug ákvörðun hjá mér því það hvílir marengs bölvun á mér. Eins og mér finnst marengstertur góðar þá er ég ekkert alltof örugg með að búa þær til. Það tók þrjár tilraunir að gera pavlovurnar um áramótin. Ég var við það að gefast upp eftir tilraun númer tvö og sendi því manninn minn út í búð á síðustu stundu til að kaupa ís. Þegar að han...

01/01/2015

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka ykkur kærlega fyrir að fylgjast með hér á Kakan mín á árinu sem er að líða. 

Árið 2014 var skrítið ár, strembið í fyrstu en dásamlegt undir lokin. Það fór ekki mikið fyrir bakstrinum þetta árið því önnur verkefni tóku yfir. Fyrir utan yndislegar stundir með drengjunum mínum þá einkenndist árið fyrst og fremst af krefjandi námi og óléttu. 

Í lok september kom þriðji gullmolinn okkar í heiminn. Dreng...

29/12/2014

Ég smakkaði alveg svakalega góða köku hjá vinkonu minni um daginn. Þetta er súkkulaðikaka með marengsmús, passion- og kókossultu og smjörkremi með hvtíu súkkulaði. Þetta er algjör himnasæla sem ég fékk góðfúslegt leyfi til að deila með ykkur :) 
 

Ég hef alltaf borið fram köku eftir eftirréttinn á áramótunum, köku sem hægt er að snæða til dæmis yfir Áramótaskaupinu. Í ár er ég að hugsa um að gera þessa bombu. Þessi kaka er reyndar það mikið sælgæt...

24/12/2014

Ég sendi mínar allra bestu óskir um gleðileg jól. Hafið það sem allra best yfir þessa dásamlegu hátíð :)

Jólakakan þetta árið. Möndlukaka með hvítu smjörkremi.
Kreminu er dreift á kökuna með spatúlu/pönnukökuspaða (færa spaðann fram og aftur, hingað og þangað). Trén er svo sprautuð með stjörnustúti (t.d #21 frá Wilton) og rauðar kúlur með hringlagastúti (#3, #4, #5 eða #6). Í lokin dreifði ég ætanlegu glitri yfir alla kökuna og voila! 

Kærle...

22/12/2014

Hér er hugmynd að skemmtilegri köku til að taka með í jólaboðið :)

- Bakið uppáhaldskökuna ykkar, súkkulaðiköku eða hvíta köku og setjið krem eða aðra fyllingu á milli botnanna.


 

- Hyljið kökuna með hvítu smjörkremi.

- Litið smávegis af smjörkreminu svart fyrir augu og munn, appelsínugult fyrir nef og veljið svo hvaða lit sem er fyrir húfu. 

- Fyrir munninn og augun er gott að nota stút númer 2 eða 3 (Wilton númer) og fyrir nefið stút númer 4, 5 eða...

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð
Kakan mín á veraldarvefnum
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle