Jahérna, agaleg byrjun á bloggári hjá mér! Ég hef enga afsökun aðra en janúarslen :/
En nú byrjum við þetta, ég var búin að lofa því að taka þetta ár með trompi!
Mig langar að byrja á því að fara yfir það allra vinsælasta í kökuheiminum á síðasta ári.
Kökuárið 2016 var klárlega ár bergkristalla og þá sérstaklega í brúðartertum.
Það varð sprenging í þessum kökum eftir að Rachel, Intricate Icings, gerði sína köku í janúar á síðasta ári....