27/02/2017

Gleðilegan bolludag kæru vinir :)
Eins og ég hef oft sagt þá er þetta einn af mínum uppáhalds dögum, bæði vegna yndislegra æskuminninga og að sjálfsögðu út af rjómabollunum sjálfum ;)

Um helgina gerði ég frumraun í bollubakstri en ég hef ekki bakað vatnsdeigsbollur áður sjálf. Váááá hvað mér fannst þetta gaman, þetta er miklu auðveldara en ég hélt og bara eitthvað svo ótrúlega skemmtilegt :) Ég las ótalmargar uppskriftir og þar sem ég þarf...

08/02/2016

Ó mæ, elsku Bolludagurinn runninn upp, ég viðurkenni að hann er einn af mínum uppáhalds! 

Við strákarnir tókum forskot á sæluna í gær og bjuggum til bollur í eftrrétt eftir kvöldmatinn. 

Við höfðum "bolluhlaðborð" og allir gátu sett saman sína uppáhalds bollu :D 

Á bolluborðinu okkar var hægt að fá sér:
Banana
Jarðaber
Lakkrískurl
Saxaðar möndlur
Oreo-mús
Rjóma
Jarðaberjasultu
Hindberjasultu
Suðusúkkulaði
Karamellu


Og Nutella gleymdist inn í sk...

16/02/2015

Það er nú heldur betur veðrið í dag til að hanga inni og gúffa í sig rjómabollur ;)

Að þessu sinni voru bollurnar okkar fylltar með oreo-mús og hindberjahlaupi. Þetta eru hvort tveggja fyllingar sem ég nota mikið í kökurnar mínar. 

Oreo-Mús
1 pakki Royal vanillubúðingur

1 bolli mjólk

1 bolli rjómi 
1 pakki Oreo kex

Þeytið búðinginn, mjólkina og rjómann saman þar til búðingurinn verður nokkuð stífur. Myljið Oreo-kexið niður og blandið saman við b...

15/02/2015

Við tókum forskot á sæluna í gær og héldum upp á bolludaginn. 
Strákarnir mínir sáu um herlegheitin :)

Hér eru nokkrar símamyndir frá þessari skemmtilegu stund. 

Bollunum dýft í bráðið súkkulaði. 

Fyllingin útbúin og bollurnar skreyttar með Oreo-kurli.

Heimatilbúið hindberjahlaup sett á bollurnar.

Sá yngsti þarf að bíða aðeins lengur til að fá að smakka :)

Bollurnar voru ekkert annað en stórglæsilegar og gómsætar hjá litlu snillingunum :)

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð
Kakan mín á veraldarvefnum
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle