17/01/2017

Frumburðurinn minn á 8 ára afmæli í dag, hjálpi mér heilagur hvað tíminn líður hratt!
 


Afmæliskökurnar hans síðustu 7 ár hafa verið fjölbreyttar, litríkar og skemmtilegar :) 

1 árs 

Við héldum upp á eins árs afmælið með góðum vinum í Bandaríkjunum. 

2 ára 

Þegar Jökull var tveggja ára vorum við nýflutt til Íslands og þá fékk pjakkurinn hvorki meira né minna en þrjár afmælisveislur og miðjan þá aðeins 4 mánaða gamall :/ 

3 ára  

Þessi bók var lesin í t...

10/11/2016

Mitt uppáhalds bökunarform er boltaformið frá Wilton. Ég keypti mér það þegar ég bjó í Bandaríkjunum og er því búin að eiga það í nokkur ár. Það sem ég elska mest við þetta form er hversu ótrúlega margar og skemmtilega ólíkar kökur er hægt að gera með því.  
 


Ég hef sjálf notað mitt mörgum sinnum og er einnig búin að lána það til vinkvenna og það sér varla á því, það þarf bara að passa að setja það ekki í uppþvottavélina...

05/10/2016

Það jafnast engin kaka á við þessa hér, hún er í algjöru uppáhaldi :)
Skreytt af afmælisbarninu og stóra bróður. 

Hér eru svo nokkrar aðrar myndir af veisluborðinu. 

Hér nýtti ég Freyju lakkrísdýr til að halda áfram með dýraþemað.
Ég sprautaði smá smjörkremi á mini-cupcakes og tillti svo dýrunum ofan á.
Einfalt og sætt :) 


 

04/10/2016

Það var mikið fjör hér um helgina þegar að bræðurnir héldu upp á 2 og 6 ára afmælin sín.
Það er jú fátt skemmtilegra en þegar fjölskyldan kemur öll saman til að gleðjast :)

Sá eldri vildi fá Picachu köku þetta árið..... eðlilega þar sem Pókemon er að taka yfir heiminn!  
Sá yngri er mikill dýrakall og fékk því köku með nokkrum skemmtilegum dýrum. 

Ég var ekki að fara neitt fram úr mér að þessu sinni og hafði kökurnar frekar í einfalda...

29/09/2016

Það er óhætt að segja að það sé mikil afmælisgleði hér á bæ þessa dagana en í gær átti miðjan okkar 6 ára afmæli og í dag á sá minnsti 2 ára afmæli:)
Mér finnst svo ótrúlega stutt síðan að við héldum upp á þeirra fyrstu sameiginlegu afmælisveislu en nú er strax komið að því að skipuleggja þá næstu!
Tíminn er alltof fljótur að líða...úfffhhh...

Afmæliskökurnar sem bræðurnir fengu í fyrra voru Skittleskaka og hvalur. Við erum ekki alveg búin...

12/11/2015

Bróðurdætur mínar héldu upp á afmælin sín síðustu helgi, sú eldri varð þriggja ára og sú yngri eins árs. Þær bræða öll hjörtu og mér þykir óendanlega mikið vænt um þær. 

Þrátt fyrir mikið annríki síðustu vikur þá tókst mér að búa til smá tíma til að gera afmælisköku fyrir þær. Mér finnst mjög gaman að fá stundum að gera "stelpulegri" afmæliskökur þar sem strákarnir mínir biðja alltaf um ofurhetjukökur. 
Ég vildi þó að ég hefði haft...

20/10/2015

Ég var búin að lofa því fyrir löngu að setja hér inn leiðbeiningar um þessa sætu hundaköku sem ég gerði fyrir eins árs afmæli hjá litlu frænku minni. Ég var ekki byrjuð að blogga þegar ég gerði kökuna og á því miður ekki til margar myndir af vinnuferlinu en ég mun gera mitt besta í að útskýra ferlið með orðum og þeim myndum sem til eru. 

Það sem þarf í hundinn er súkkulaðikaka eða önnur kaka, smjörkrem og slatti af sykurmassa....

07/10/2015

Skittleskakan sem ég gerði fyrir afmælið um helgina hefur fengið ansi mikla athygli og ég lofaði að setja hér inn upplýsingar um hvernig ég gerði hana.
Svona "sjónhverfinga-kökur" eru mjög vinsælar í dag og eru alls ekki eins flóknar og þær líta út fyrir að vera, það þarf bara eitt lítið trix :) 

Ég tók því miður ekki myndir af öllu ferlinu en luma á einhverjum myndum sem við getum notað til að hjálpa til við útskýringar. Þið verðið bara að afsaka...

04/10/2015

Um helgina héldum við upp á fyrstu tvöföldu afmælisveisluna hér á bæ, en miðjan okkar átti 5 ára afmæli þann 28. september og daginn eftir átti sá yngsti eins árs afmæli. 

Við buðum fjölskyldunni í veislu í gær og svo fengu leikskólavinirnir að koma í ofurhetjuafmæli í dag, það er því heldur betur búið að vera fjör hér um helgina :) 

Þetta afmæli var svolítil áskorun fyrir mig því mig langaði til að gera sitthvora afmæliskökuna fyrir drengina...

09/07/2015

Eftir langa pásu var kominn tími á að gera eina tertu! 
Tertan var fyrir eins árs gamla snót og óskin var að hafa maríubjöllu á kökunni.
Það sem ég elska hvað mest við kökugerð er að hanna terturnar, sjá þær fyrir mér í huganum og jafnvel teikna þær upp á blað. Stundum veit ég strax hvað ég vil gera en oft er ég marga daga með köku í kollinum. Ég nenni aldrei að gera tvær kökur eins og ég hætti aldrei fyrr en ég er fullkomlega sátt....

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð