19/02/2017

Konudagurinn er í dag. Það þýðir bara eitt hér á heimilinu: Kaka ársins verður smökkuð. 

Kaka ársins er í fyrsta skipti ekki frá bakaríi á höfuðborgarsvæðinu en að þessu sinni var það bakari frá Vestmannaeyjum sem bar sigur úr býtum. Höfundurinn heitir Davíð Arnórsson og er hann bakari hjá fyrirtækinu Stofan bakhús í Vestmannaeyjum. 

Í ár var keppnin haldin í samstarfi við Mjólkursamsöluna og var eina skilyrðið að nota skyr frá MS. Kaka D...

16/02/2017

Ég verð að játa mig sigraða...

... ég var búin að setja upp voða fínan Meistaramánuðs-hnapp hérna á síðuna sem ég ætlaði að vera dugleg að setja inn á en ekkert hefur gerst :/ 

Upphaflega fannst mér það frábær hugmynd að hafa Meistaramánuðinn í febrúar, þá væri fullkomið að rífa sig í gang eftir jóla-óhóf og janúar-slen og svo er þessi mánuður líka svo stuttur! ;)

Ég ætlaði allavega að rífa mig í gang og massa öll markmiðin mín á einu bretti.

...

01/02/2017

Þessi kaka spyr ekki um aldur, hana elska allir - hún er einfaldlega algjört dúndur ;)

Rice Krispies kaka *
100 g smjör
3/4 lítil dós af Golden sírópi

200-220 g suðusúkkulaði (smakkið til)

2 stk mars

50 g salthnetur


Bananarjómi

1 peli rjómi

2 þroskaðir bananar

súkkulaði "krem/sósa"

3-4 stk mars (ég notaði á endanum 4)

3 msk rjómi

* Þið getið að sjálfsögðu helmingað Rice Krispies uppskriftina til að gera bara kökubotninn en þar sem maður þarf hvort eð er að...

25/01/2017

Hver elskar ekki skyrkökur?

Þær eru súper einfaldar og fljótlegar í framkvæmd og svo passa þær líka í öll boð, saumaklúbbinn, sunnudagsbrunchinn, barnaafmælið og fertugsafmælið!

Nánast hver Íslendingur hefur smakkað og jafnvel borið fram hina sígildu skyrköku með LU-kexi og kirsuberjasósu. 

Hér kemur ný uppskrift sem ég gerði fyrir kaffiboð um helgina :) 

Þessi útgáfa er geeeeggjuð, ég mæli með að þið prófið hana! 


Hún er líka...

17/01/2017

Frumburðurinn minn á 8 ára afmæli í dag, hjálpi mér heilagur hvað tíminn líður hratt!
 


Afmæliskökurnar hans síðustu 7 ár hafa verið fjölbreyttar, litríkar og skemmtilegar :) 

1 árs 

Við héldum upp á eins árs afmælið með góðum vinum í Bandaríkjunum. 

2 ára 

Þegar Jökull var tveggja ára vorum við nýflutt til Íslands og þá fékk pjakkurinn hvorki meira né minna en þrjár afmælisveislur og miðjan þá aðeins 4 mánaða gamall :/ 

3 ára  

Þessi bók var lesin í t...

12/01/2017

Ég var með heita marssósu með eftirréttinum um jólin, hún er jú þessi klassíska bomba sem allir elska og stendur alltaf fyrir sínu. Ég verð allavega að viðurkenna að ég gúffað óhóflega mikið af henni í mig um jólin, ásamt ís og heitri eplaköku :/ 

Eeeen það er alltaf hægt að gera betur!

Ég ákvað því (í janúarátakinu) að prófa nýja sósu og smakka hana til með vænni skál af vanilluís :/
 

Guð hjálpi mér hvað þetta kom...

10/01/2017

Jahérna, agaleg byrjun á bloggári hjá mér! Ég hef enga afsökun aðra en janúarslen :/

En nú byrjum við þetta, ég var búin að lofa því að taka þetta ár með trompi!

Mig langar að byrja á því að fara yfir það allra vinsælasta í kökuheiminum á síðasta ári.

Kökuárið 2016 var klárlega ár bergkristalla og þá sérstaklega í brúðartertum.
Það varð sprenging í þessum kökum eftir að Rachel, Intricate Icings, gerði sína köku í janúar á síðasta ári....

30/12/2016

Kökuárið mitt 2016 var kannski ekki upp á marga fiska en axlaraðgerð, hásinaslit og margra, margra vikna endurhæfing settu stórt strik í reikninginn þetta árið. 
 

En næsta ár mun heldur betur vera tekið með trompi og þá verður sko bakað og bakað! Hér er smá samantekt og brot af þeim kökum sem ég gerði árið 2016. 

22/12/2016

Jæja hér kemur samantekt yfir jólatoppatilraunir 2016 og ein bónus uppskrift í lokin sem heppnaðist ótrúlega vel og hefur fengið góðar viðtökur hjá þeim sem hafa smakkað :) 

Klikkið á myndirnar til að fá uppskriftir. 


Fyrsta tilraun: Hindberjatoppar með sterkum djúpum

Þeir heppnuðust ótrúlega vel, hindber og lakkrís passar svo skemmtilega vel saman.
Ég ákvað að nota hvítan sykur í þessa til að leyfa hindberjabragðinu að njóta sín. 

 

Önnur og þri...

15/12/2016

Áður en ég hóf baksturinn á mánudaginn ákvað ég að testa eggin sem ég átti því ég hef verið að kaupa mikið af eggjum fyrir allar þessar tilraunir.

Ég setti vatn í glas og svo egg úr hverjum bakka ofan í.

  • Ef eggið liggur á hlið á botninum er eggið ferskt og hægt að nota það í hvað sem er.
     

  • Ef það stendur "upprétt" á botninum er það enn í lagi, það þarf þó að borða það fljótlega eða harðsjóða það. Það er líka tilvalið í bakstu...

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð
Kakan mín á veraldarvefnum
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle