02/09/2017

Föndurverslunin Panduro hefur nú opnað á Íslandi. Ég fékk boð um að taka þátt á opnunardeginum sem var síðastliðinn fimmtudag í Smáralind. Panduro er leiðandi fyrirtæki á sviði föndurs og hannyrða í Evrópu og rekur 114 verslanir í sex löndum. Þetta er algjör draumaverslun fyrir alla föndrara því þar má finna allt sem þarf til föndurgerða. 

Þar sem mitt áhugasvið liggur í kökuskreytingunum gefur það auga leið að það er mín uppáhalds-...

13/04/2017

Ég fékk skemmtilega áskorun senda á Facebook-ið mitt um daginn sem hljóðaði svo: "Hæhæ, væri nú ekki tilvalið að þú myndir búa til uppskrift af eftirrétti sem inniheldur Nýja lakkrísskyrið og sterkan djúp" :D 

Hversu skemmtileg áskorun!? Hausinn fór á fullt og ég ákvað að byrja á því að prófa að gera súkkulaðiköku með Djúpu-kremi. 

Ég ákvað að taka þetta alla leið og setti skyrið bæði í kökuna sjálfa og í kremið. 

Ég varð smá smeyk um stund þegar ég...

01/02/2017

Þessi kaka spyr ekki um aldur, hana elska allir - hún er einfaldlega algjört dúndur ;)

Rice Krispies kaka *
100 g smjör
3/4 lítil dós af Golden sírópi

200-220 g suðusúkkulaði (smakkið til)

2 stk mars

50 g salthnetur


Bananarjómi

1 peli rjómi

2 þroskaðir bananar

súkkulaði "krem/sósa"

3-4 stk mars (ég notaði á endanum 4)

3 msk rjómi

* Þið getið að sjálfsögðu helmingað Rice Krispies uppskriftina til að gera bara kökubotninn en þar sem maður þarf hvort eð er að...

25/01/2017

Hver elskar ekki skyrkökur?

Þær eru súper einfaldar og fljótlegar í framkvæmd og svo passa þær líka í öll boð, saumaklúbbinn, sunnudagsbrunchinn, barnaafmælið og fertugsafmælið!

Nánast hver Íslendingur hefur smakkað og jafnvel borið fram hina sígildu skyrköku með LU-kexi og kirsuberjasósu. 

Hér kemur ný uppskrift sem ég gerði fyrir kaffiboð um helgina :) 

Þessi útgáfa er geeeeggjuð, ég mæli með að þið prófið hana! 


Hún er líka...

17/01/2017

Frumburðurinn minn á 8 ára afmæli í dag, hjálpi mér heilagur hvað tíminn líður hratt!
 


Afmæliskökurnar hans síðustu 7 ár hafa verið fjölbreyttar, litríkar og skemmtilegar :) 

1 árs 

Við héldum upp á eins árs afmælið með góðum vinum í Bandaríkjunum. 

2 ára 

Þegar Jökull var tveggja ára vorum við nýflutt til Íslands og þá fékk pjakkurinn hvorki meira né minna en þrjár afmælisveislur og miðjan þá aðeins 4 mánaða gamall :/ 

3 ára  

Þessi bók var lesin í t...

30/12/2016

Kökuárið mitt 2016 var kannski ekki upp á marga fiska en axlaraðgerð, hásinaslit og margra, margra vikna endurhæfing settu stórt strik í reikninginn þetta árið. 
 

En næsta ár mun heldur betur vera tekið með trompi og þá verður sko bakað og bakað! Hér er smá samantekt og brot af þeim kökum sem ég gerði árið 2016. 

29/11/2016

Þá er það eftirréttahlaðborðið! 

Við lögðum mikið upp úr eftirréttunum í brúðkaupinu okkar í sumar. Við vorum með brúðartertu á hverju borði og svo eftirréttahlaðborð sem fólk gat gengið í allt kvöldið. 

Ég er ótrúlega lánsöm að eiga her af yndislegum vinkonum sem hjálpuðu til við allt og vil þakka þeim öllum enn og aftur fyrir alla hjálpina! Einnig fær eiginmaðurinn sérstakar þakkir fyrir að leyfa mér að sjá alfarið um þetta :D...

27/11/2016

Kökublað Vikunnar er komið út! 
Eins og alltaf er það stútfullt af girnilegum uppskriftum og skemmtilegum viðtölum. 
Ég mæli með að þið drífið í því að ná ykkur í eintak áður en það klárast úr hillunum.

Ég var svo heppin að fá að taka þátt í blaðinu í fyrra og var að rifja upp þá ævintýralegu myndatöku sem fór fram en það hefur líklega verið ein mest krefjandi myndataka sem greyið ljósmyndarinn hefur þurft að fara í :D 
Ákveðið...

10/11/2016

Mitt uppáhalds bökunarform er boltaformið frá Wilton. Ég keypti mér það þegar ég bjó í Bandaríkjunum og er því búin að eiga það í nokkur ár. Það sem ég elska mest við þetta form er hversu ótrúlega margar og skemmtilega ólíkar kökur er hægt að gera með því.  
 


Ég hef sjálf notað mitt mörgum sinnum og er einnig búin að lána það til vinkvenna og það sér varla á því, það þarf bara að passa að setja það ekki í uppþvottavélina...

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð