10/09/2017

Þessar kökur eru fullkomnar í allar veislur!
Ég var með þær á eftirréttahlaðborðinu í brúðkaupinu okkar til dæmis :)
 


Frönsk-súkka í munnbitastærð 

250 g saxað súkkulaði

3 msk mjúkt smjör

2/3 bolli sykur

4 stór egg

1/2 tsk vanilludropar

1/3 bolli hveiti

Salt á hnífsoddi

- Hitið ofninn í 200°C - undir-og yfirhita. 
- Smyrjið lítil bollakökuform. 

- Setjið súkkulaðið í hitaþolna skál og bræðið. 
- Þeytið sykur og smjör saman (hratt) - þar til blandan ver...

02/09/2017

Föndurverslunin Panduro hefur nú opnað á Íslandi. Ég fékk boð um að taka þátt á opnunardeginum sem var síðastliðinn fimmtudag í Smáralind. Panduro er leiðandi fyrirtæki á sviði föndurs og hannyrða í Evrópu og rekur 114 verslanir í sex löndum. Þetta er algjör draumaverslun fyrir alla föndrara því þar má finna allt sem þarf til föndurgerða. 

Þar sem mitt áhugasvið liggur í kökuskreytingunum gefur það auga leið að það er mín uppáhalds-...

10/01/2017

Jahérna, agaleg byrjun á bloggári hjá mér! Ég hef enga afsökun aðra en janúarslen :/

En nú byrjum við þetta, ég var búin að lofa því að taka þetta ár með trompi!

Mig langar að byrja á því að fara yfir það allra vinsælasta í kökuheiminum á síðasta ári.

Kökuárið 2016 var klárlega ár bergkristalla og þá sérstaklega í brúðartertum.
Það varð sprenging í þessum kökum eftir að Rachel, Intricate Icings, gerði sína köku í janúar á síðasta ári....

29/11/2016

Þá er það eftirréttahlaðborðið! 

Við lögðum mikið upp úr eftirréttunum í brúðkaupinu okkar í sumar. Við vorum með brúðartertu á hverju borði og svo eftirréttahlaðborð sem fólk gat gengið í allt kvöldið. 

Ég er ótrúlega lánsöm að eiga her af yndislegum vinkonum sem hjálpuðu til við allt og vil þakka þeim öllum enn og aftur fyrir alla hjálpina! Einnig fær eiginmaðurinn sérstakar þakkir fyrir að leyfa mér að sjá alfarið um þetta :D...

17/11/2016

Ég var að fá myndir frá ljósmyndaranum og ætla því að svindla aðeins og sýna ykkur salinn áður en ég fer í eftirréttaborðið og fleiri jólatoppatilraunir ;) 

Það kom eiginlega enginn annar salur til greina fyrir okkur en salur Ferðafélags Íslands í Mörkinni þannig að við pöntuðum hann með meira en árs fyrirvara til að fá hann pottþétt. 
Salurinn hefur fallegan móttökusal á efri hæð, veislusalurinn sjálfur er mjög hrár og býður upp á mar...

04/11/2016

Ég lofaði færslu um brúðkaupið okkar fyrir löngu og ætla nú loks að segja ykkur aðeins frá því helsta.  

Það sem mig langar mest að sýna ykkur og ætla að gera í næstu póstum er desert-hlaðborðið og eftirréttirnir sem við vorum með.
Verandi með þennan gríðarlega köku- og sælgætisáhuga þá ætti það ekki að koma á óvart að mér fannst þessir hlutir skipta hvað mestu máli í veislunni og lagði því mikinn metnað í að gera þetta sem f...

27/10/2016

Halloween er haldinn hátíðlegur þann 31. október ár hvert. Dagurinn lendir á mánudegi þetta árið og er því líklegt að mestu hátíðarhöldin fari fram um helgina.

Í mjög grófum dráttum má rekja uppruna Halloween til fornrar hátíðar Kelta á Írlandi sem kölluð var Samhain. Hátíðin var haldin til að marka lok uppskerutímans og upphaf vetrarins. Keltar trúðu því að á þessum degi, 31. október, urðu skilin á milli lifenda og dauða óskýr, þá kveiktu menn...

03/07/2016

Ertu eftir að redda eftirrétt fyrir kvöldið? 

Brunaðu út í búð, keyptu hvítan marens, rjóma, bláber og jarðaber og málinu er reddað ;) 

 

Áfram Ísland!!! 


 

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð