19/02/2017

Konudagurinn er í dag. Það þýðir bara eitt hér á heimilinu: Kaka ársins verður smökkuð. 

Kaka ársins er í fyrsta skipti ekki frá bakaríi á höfuðborgarsvæðinu en að þessu sinni var það bakari frá Vestmannaeyjum sem bar sigur úr býtum. Höfundurinn heitir Davíð Arnórsson og er hann bakari hjá fyrirtækinu Stofan bakhús í Vestmannaeyjum. 

Í ár var keppnin haldin í samstarfi við Mjólkursamsöluna og var eina skilyrðið að nota skyr frá MS. Kaka D...

10/01/2017

Jahérna, agaleg byrjun á bloggári hjá mér! Ég hef enga afsökun aðra en janúarslen :/

En nú byrjum við þetta, ég var búin að lofa því að taka þetta ár með trompi!

Mig langar að byrja á því að fara yfir það allra vinsælasta í kökuheiminum á síðasta ári.

Kökuárið 2016 var klárlega ár bergkristalla og þá sérstaklega í brúðartertum.
Það varð sprenging í þessum kökum eftir að Rachel, Intricate Icings, gerði sína köku í janúar á síðasta ári....

15/12/2016

Áður en ég hóf baksturinn á mánudaginn ákvað ég að testa eggin sem ég átti því ég hef verið að kaupa mikið af eggjum fyrir allar þessar tilraunir.

Ég setti vatn í glas og svo egg úr hverjum bakka ofan í.

  • Ef eggið liggur á hlið á botninum er eggið ferskt og hægt að nota það í hvað sem er.
     

  • Ef það stendur "upprétt" á botninum er það enn í lagi, það þarf þó að borða það fljótlega eða harðsjóða það. Það er líka tilvalið í bakstu...

27/11/2016

Kökublað Vikunnar er komið út! 
Eins og alltaf er það stútfullt af girnilegum uppskriftum og skemmtilegum viðtölum. 
Ég mæli með að þið drífið í því að ná ykkur í eintak áður en það klárast úr hillunum.

Ég var svo heppin að fá að taka þátt í blaðinu í fyrra og var að rifja upp þá ævintýralegu myndatöku sem fór fram en það hefur líklega verið ein mest krefjandi myndataka sem greyið ljósmyndarinn hefur þurft að fara í :D 
Ákveðið...

27/10/2016

Halloween er haldinn hátíðlegur þann 31. október ár hvert. Dagurinn lendir á mánudegi þetta árið og er því líklegt að mestu hátíðarhöldin fari fram um helgina.

Í mjög grófum dráttum má rekja uppruna Halloween til fornrar hátíðar Kelta á Írlandi sem kölluð var Samhain. Hátíðin var haldin til að marka lok uppskerutímans og upphaf vetrarins. Keltar trúðu því að á þessum degi, 31. október, urðu skilin á milli lifenda og dauða óskýr, þá kveiktu menn...

13/09/2016

Er Alþjóðlegi súkkulaðidagurinn í dag?

Það eru ekki allir sammála um það því að 7. júlí hefur einnig oft verið nefndur sem hinn eini sanni súkkulaðidagur. 

Eins eru margir sem vilja meina að einn dagur sé ekki nóg og því hefur febrúarmánuður sumstaðar verið útnefndur sem mánuður súkkulaði-elskenda :)

Ég er á því að við höldum bara upp á þetta allt saman :D 

Hér eru nokkrar súkkulaðibombur sem eiga vel við á degi sem þessum...

04/06/2016

Ég þurfti að fá lánað hveiti um daginn þegar ég var að baka og ég fékk brauðhveiti.

Ég ákvað að skella hér inn nokkrum punktum um hveiti því það er kannski ekki öllum ljóst að það skiptir máli hvernig hveiti við notum í kökurnar okkar. Sumar tegundir henta betur í brauð og aðrar í kökur. Best er að nota próteinríkt hveiti í brauð en próteinminna í kökur.

Hveiti er upprunnið í Austurlöndum nær, Tyrklandi og löndum frjósama hálfmánan...

21/02/2016

Ég á það til að setja samasem merki á milli konudagsins og Köku ársins. Það hefur verið óskrifuð regla hér á heimilinu að kaupa tertuna þennan dag. Í ár verður því þó seinkað þar til á afmælinu mínu þar sem ég er enn með ofnæmispésann minn á brjósti en kakan er stútfull af mjólkurvörum og því get ég ekki fengið að smakka hana alveg strax.

Í fyrra skrifaði ég dágóðan pistil um keppnina og Köku ársins 2015, endilega kíkið á það hér. 

Ke...

25/11/2015

Kökubæklingur Nóa Síríus kemur alltaf út fyrir jólin, ég held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að sá fyrsti hafi komið út fyrir jólin 1994 og eru því bæklingarnir væntanlega orðnir 21 talsins. Bæklingurinn varð strax mjög vinsæll meðal bakstursáhugafólks og er hann orðinn hluti af jólahefð á mörgum íslenskum heimilum. 

Ég er sjálf alltaf mjög spennt yfir þessum kökubæklingi. Ég er spennt að sjá hvernig hann muni líta út og svo að sjálfsö...

27/03/2015

Mig langar til að benda ykkur á alveg frábæra síðu: craftsy.com.

Á síðunni er hægt að taka námskeið í nánast hvaða "föndri" sem er, allt frá prjóni, ljósmyndun, teikningu, skartgripagerð og jafnvel garðyrkju. Það sem mér finnst að sjálfsögðu áhugaverðast og vildi sérstaklega benda ykkur á eru námskeiðin í kökuskreytingum og bakstri.

Það koma um 4 til 6 ný námskeið inn á síðuna í hverjum mánuði og kostar hvert námskeið í kringum 20-50 dollara. En...

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð