10/09/2017

Þessar kökur eru fullkomnar í allar veislur!
Ég var með þær á eftirréttahlaðborðinu í brúðkaupinu okkar til dæmis :)
 


Frönsk-súkka í munnbitastærð 

250 g saxað súkkulaði

3 msk mjúkt smjör

2/3 bolli sykur

4 stór egg

1/2 tsk vanilludropar

1/3 bolli hveiti

Salt á hnífsoddi

- Hitið ofninn í 200°C - undir-og yfirhita. 
- Smyrjið lítil bollakökuform. 

- Setjið súkkulaðið í hitaþolna skál og bræðið. 
- Þeytið sykur og smjör saman (hratt) - þar til blandan ver...

20/08/2017

Ég trúi því varla að það sé komið EITT ÁR frá þessum geggjaða degi!

Við hjónakornin giftum okkur reyndar hjá sýslumanni um jólin 2008 en ákváðum svo í fyrra að gera þetta með pompi og prakt.
Ég væri alveg til í að gera þetta á hverju ári :D  Þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og ég eeeelska líka að skipuleggja og halda veislur ;) 

Brúðkaupsdagur: 20.08.2016

Athöfn
Kirkja: Laugarneskirkja (teiknuð af Guðjóni Samúelssyni)
Prestur: Sr. Sigu...

11/06/2017

Nú er brúðkaupstíðin skollin á í öllu sínu veldi, mörg brúðkaup hafa þegar verið haldin og enn fleiri bíða. Ég hef fengið ótrúlega margar fyrirspurnir varðandi ýmislegt úr okkar brúðkaupi sem við héldum í fyrrasumar.

Sjálf notaði ég Pinterest mjög mikið í mínum undirbúningi og hafði þá brúðkaups-borðin mín öll læst. Ég hef nú ákveðið að opna þau og vona að þið getið notið góðs af, fengið þar innblástur og hugmyndir sem þið getið nýtt ykkur f...

29/11/2016

Þá er það eftirréttahlaðborðið! 

Við lögðum mikið upp úr eftirréttunum í brúðkaupinu okkar í sumar. Við vorum með brúðartertu á hverju borði og svo eftirréttahlaðborð sem fólk gat gengið í allt kvöldið. 

Ég er ótrúlega lánsöm að eiga her af yndislegum vinkonum sem hjálpuðu til við allt og vil þakka þeim öllum enn og aftur fyrir alla hjálpina! Einnig fær eiginmaðurinn sérstakar þakkir fyrir að leyfa mér að sjá alfarið um þetta :D...

17/11/2016

Ég var að fá myndir frá ljósmyndaranum og ætla því að svindla aðeins og sýna ykkur salinn áður en ég fer í eftirréttaborðið og fleiri jólatoppatilraunir ;) 

Það kom eiginlega enginn annar salur til greina fyrir okkur en salur Ferðafélags Íslands í Mörkinni þannig að við pöntuðum hann með meira en árs fyrirvara til að fá hann pottþétt. 
Salurinn hefur fallegan móttökusal á efri hæð, veislusalurinn sjálfur er mjög hrár og býður upp á mar...

04/11/2016

Ég lofaði færslu um brúðkaupið okkar fyrir löngu og ætla nú loks að segja ykkur aðeins frá því helsta.  

Það sem mig langar mest að sýna ykkur og ætla að gera í næstu póstum er desert-hlaðborðið og eftirréttirnir sem við vorum með.
Verandi með þennan gríðarlega köku- og sælgætisáhuga þá ætti það ekki að koma á óvart að mér fannst þessir hlutir skipta hvað mestu máli í veislunni og lagði því mikinn metnað í að gera þetta sem f...

12/09/2016

Eftir frábært sumar og mjög svo annasamar síðastliðnar vikur þá er rútínulífið blessunarlega að komast aftur á. Við fjölskyldan erum flutt í nýtt hverfi sem hefur þýtt miklar breytingar fyrir ungu mennina á heimilinu, sá elsti var að skipta um skóla, miðjan að byrja í sex ára bekk og sá yngsti að hefja leikskólaferil sinn. Þetta eru mikil og stór skref hjá litlu molunum og aðlögunin oft erfið en sem betur fer er þetta allt á réttri og góðri leið...

19/06/2016

Brúðarterta í hvítu og gull sem ég gerði fyrir surprise brúðkaup fyrir nokkru.
Gamall vinur var að útskrifast og bauð í útskriftarveislu en þegar veislugestir mættu var veislan einnig brúðkaup. Brúðguminn er mikill Liverpool aðdáandi þannig að brúðurinn keypti þennan skemmtilega kökutopp til að setja á kökuna :) 

 

Blómin eru úr sykurmassa og máluð með gylltum duftlit sem ég keypti hjá stelpunum í Allt í köku. 

 Margrét Th. 


 

Please reload

Instagram
kakanmin_blog
#kakanmin
Flokkar
Leitarorð
Kakan mín á veraldarvefnum
  • Facebook - Grey Circle
  • Pinterest - Grey Circle