Barnatertur
Dýrakaka
Frosti 2 ára. Súkkulaðikaka skreytt með sykurmassadýrum, Freyju Draumi og Freyju hrískúlum, smjörkremi og súkkulaðikremi.Harry Potter kaka
Bókin er súkkulaðikaka með hvítsúkkulaði-smjörkremi og hulin með sykurmassa. Sykurmassann litaði ég með kakói til að gera blaðsíðurnar gamlar og lúnar. Hatturinn og uglan eru úr rice krispies og sykurmassa og töfrasprotinn og gleraugun eru úr sykurmassa.Pétur og Úlfurinn
Súkkulaðikaka með smjörkremi. Húsið er piparkökuhús með Fingers sem girðingu. Tréð er gert úr Freyju staur og sykurmassa og allar fígúrurnar eru mótaðar með sykurmassa.Skordýraterta
Svampbotnaterta skreytt með marsipani. Fylling er whipped ganache og rjómi með makkarónum.Risaeðla - 1 árs
Eins árs afmæliskaka fyrir Stefán Arnar minn.Risaeðlan er súkkulaðikaka með súkkulaðikremi og vanillusykurmassa. Kakan undir er hvít kaka skreytt með coconut smjörkremi.
Ofurhetjukaka
Vert er að taka það fram að græni hlutinn er dummy skreyttur með smjörkremi (ekki kaka). Batman-kakan er sítrónukaka og hinar tvær súkkulaði. Skreytt með smjörkremi en logo-in eru gerð úr sykurmassa.Frumskógarkaka
Tveggja hæða jungle afmæliskaka. Neðri kakan er hvít kaka með hindberjamús fyllingu og efri kakan er súkkulaðikaka með sömu fyllingu. Sykurmassi yfir og skreytt með smjörkremi (foss og lauf). Dýrin eru gerð úr sykurmassa.Rice Krispies tölustafur
Rice Krispies tölustafur skreyttur með sykurblómum, nafni og tölustaf úr sykurmassa. Rauðar lakkrísreimar í kring.Show More